Víkurvagnar leggja mikið uppúr góðri þjónustu. Góð þjónusta er auðvitað teygjanlegt hugtak en við teljum okkur hafa sýnt alveg extra góða þjónustu þegar að við fóru með Ifor Williams TA510 með milligólfi norður á Strandir. Nánar tiltekið alveg norður í Árnes, til afhendingar. Veðrið, náttúrufegurðin og gestrisnin voru með slíku móti að löngunin til að koma til baka í venjulegan vinnudag var takmörkuð. Hér með fylgja nokkrar myndir úr ferðinni.