Vegna mögulegra frávika í framleiðslu eru eigendur bíla sem eru með 50 mm dráttarkúlur frá ALKO og hafa dráttargetu 3500 kg. beðnir um að setja sig í samband við Víkurvagna ehf.
Um er að ræða bíla með svokölluðum „prófílbeislum“. Þar er um að ræða aðallega jeppa og stærri sendiferðabifreiðar.