sagan okkar

Um víkurvagna

Víkurvagnar er gamalt og rótgróið fyrirtæki með margra ára reynslu. Fyrirtækið er leiðandi á Íslandi fyrir framleiðslu sína á dráttarbeislumkerrum og vögnum.

Víkurvagnar ehf. var stofnað í Vík í Mýrdal fyrir rúmum 30 árum. Fyrirtækið hefur verið nánast frá upphafi í eigu sömu fjölskyldunnar en 1. júní 2015 tóku nýir eigendur við.

Starfsemi Víkurvagna er í dag að Hyrjarhöfða 8 í Reykjavík og fer þar fram öll smíði, ásetning á dráttarbeislu, almenn viðgerðaþjónusta, innflutningur, skrifstofa og verslun.

Hjá Víkurvögnum starfa í dag 7 manns.

Víkurvagnar ehf. hafa í gegnum árin sérhæft sig í smíði á kerrum og dráttarbeislum. Auk sérsmíði á kerrum fyrir allar aðstæður t.d. rafstöðvarkerrur, vélavagna og vinnuhús/vinnuskúra margs konar. Allar kerrur frá okkur eru heitgalvhúðaðar.

Við sinnum viðgerðarþjónusta á kerrum, vögnum, tjaldvögnum og fellihýsum.

Vegna sérþekkingar og áratuga reynslu eiga Víkurvagnar auðvelt með að aðlagast breyttum tímum. Nýjustu bílarnir koma mjög fljótt hingað til lands og þurfum við því að bregðast skjótt við vegna framleiðslu á dráttarbeislum. Öll okkar dráttarbeisli eru nælonhúðuð og er hægt að velja um föst dráttarbeisli eða aftengjanleg.

Í verslun Víkurvagna færðu allt til kerrusmíða; dráttarbeisli, kúlur, prófilstubba í mörgum síddum (hækkun og lækkun), hásingar, fjaðrir, bremsubeisli, bretti, dekk, felgur, nefhjól, rafmagnstengi 7 pinna og 13 pinna, ljós og ljósabúnað. Öll okkar vara er samkvæmt evrópustaðli.

Einkunnarorð Víkurvagna eru: Öryggi, þjónusta og áratuga reynsla

Mán-Fim: 08:00 - 18:00
Föstudaga: 08:00 - 17:00

Sala@vikurvagnar.is

Hyrjarhöfða 8 ,110 reykjavík

Hringja í okkur - +354 577 1090