Gerður hefur verið samningur á milli Ifor Williams Trailers Ltd. og eigenda Víkurvagna ehf. þess efnis að fyrirtækið taki að sér sölu, varahluta-og viðgerðarþjónustu fyrir Ifor Williams kerrur á Íslandi. Samningurinn styrkir stöðu beggja fyrirtækja á íslenskum markaði og með honum er tryggt að eigendur á Ifor Williams kerrum og vögnum á Íslandi fái nauðsynlega varahluta- og verkstæðisþjónustu í framtíðinni.
Ifor Williams trailers Ltd. er stærsti kerruframleiðandi í Bretlandi á kerrum upp að 3500kg. heildarþyngd. Kerru framleiðsla þeirra er fjölbreytt, þar má nefna Livestock kerrur, hestakerrur, flatvagnar, kerrur með sturtum, yfirbyggðar kerrur, bílavagnar, heimiliskerrur og fleiri tegundir. Einnig bjóða þeir varahluti í allar kerrur sem þeir framleiða